Tólf vikna LIST-nám (áður kallað ‘84’) fer fram tvisvar á ári, á haustin og á vorin.

Námið er blanda af námskeiðum sem gestalistamenn standa fyrir og vikum þar sem lögð er áhersla á að þátttakendur þrói eigin listiðkun með tilraunum, samtali og ígrundun. Hluti námsins er líka sífellt samtal eða rannsókn á hvað listnám getur verið og allir nemendur taka þátt í að móta samtalið, trufla það og viðhalda því - og náminu sjálfu.

Þátttakendur hafa aðgang að ýmiskonar vinnuaðstöðu til að styðja við rannsóknir sínar og listiðkun. Þátttakendur dvelja og búa í skólanum á meðan náminu stendur.

Hvort sem þú hefur bakgrunn í myndlist eða vilt sækja frekari menntun á þessu sviði þá skiptir það ekki máli. Mikilvægast er að þú hafir áhuga á myndlist, að þú sért fús til þess að læra, kanna og vera opið fyrir óvæntum uppákomum og áskorunum.

Við viljum að þú sýnir þennan áhuga í umsókninni með því að senda portfolio eða lýsa hugmyndum þínum um listsköpun innan eyðublaðsins.